Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 37

Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 37
En fleira gerðu menn sér til dundurs, þó svo margt af því þyldi illa dagsljósið. Þannig var farið inn í marga pökkunar- og vinnuskúra og stolið sér gúrku eða tómatbita, vínberjum eða öðru því sem fannst. Eitt sinn fórum við inn í gróðurhús Jakobs í Gufuhlíð og komumst þar í feitt því mikið var af tómötum, rauðum og fallegum, á plöntunum og tóku menn til óspilltra málanna og borðuðu eins og hver og einn torgaði. Eitthvað fór þetta illa í maga margra og komst því upp og varð úr þessu nokkur rekistefna sem endaði á því að nokkrir játuðu, og tóku á sig glæpinn fyrir fjöldann sem neitaði staðfastlega að hafa verið með. Nýbyggingar voru líka vinsælt leik- svæði og var þar margt brallað sem þoldi illa dags- ljós og rétt að fara ekki frekar út í. Eg get þó ekki farið frá þessu án þess að nefna eitt það stærsta atvik, annað af tveim, sem henti á minni skólavist og klauf sveitina í fylkingar en það var þegar skólapiltar skemmdu traktorinn í Fellskoti með fikti og var mikil mildi að enginn slasaðist í þeim atgangi. Þannig var að Þórarinn í Fellskoti kom á Farmalnum sínum niður í Aratungu og lagði á veginn heim að félagsheimili, eins og hann lá þá, undir brekkunni nærri skólanum. Um það hefur verið deilt síðan hvort hann var skilinn eftir í gangi eða ekki en hitt er öruggt að nokkrir strákar fóru að leika sér á traktornum og fyrr en varði var honum ekið af stað fram veginn frá Aratungu. Sá sem undir stýri sat var ungur og óreyndur en fyrir aftan hann, á beislinu, stóð stærri strákur sem, um leið og hann stökk af, kippti í inngjöfina þannig að traktorinn fór í loft- köstum fram veginn. Hangandi utan á vélinni voru síðan strákar í öllum stærðarflokkum sem hrundu af eins og flugur þar sem Farmallinn flaug áfram, stjórnlaus að mestu. Meðfram veginum var raf- magnsstaur einn all mikill og á honum lenti traktor- inn og brotnaði í tvennt en þeir sem enn héngu duttu af og lágu í valnum, blóðugir, hruflaðir og grátandi, mest af ótta við skammir en eflaust sumir vegna áverka. Get ég vel séð fyrir mér viðbrögð þeirra fullorðnu sem að þessu komu að ekki hafi það verið alveg geðslegt og skapað ótta, þó svo enginn færi verulega sár frá þessum hamförum nema ef vera skildi á sálartetrinu. Hitt atvikið sem ég nefndi, annað af tveim, var þegar hljóp á allan skólann eftir sviðaveislu mikla og varð af því ekki minni rekistefna en eftir traktors- málið. Hér læt ég punkt þó svo eflaust megi tína til margt og mikið ýtarlegar það sem fram fór á mínum skóla- árum í Barnaskólanum í Reykholti. Pétur Hjaltason. Ferð Hrossaraslctarfélags Biskupstungna •til Danmerkur Það hafði nokkrum sinnum komið til tals á fundum hjá stjórn félagsins að gaman væri að skreppa til annarra landa og skoða hrossaræktarbú. Og nú í haust létum við verða af því að auglýsa ferð til Danmerkur. Akveðið var að fara 27. ágúst og koma heim 1. september. Þátttaka var góð og skráðu sig 17 manns í ferðina. Okkur fannst nauðsynlegt að færa þeim sem við myndum heimsækja einhverja gjöf og urðu fyrir valinu klukkur með hestamyndum og létum við grafa á þær „Takk fyrir okkur. Félagar úr Hrossaræktarfélagi Biskupstungna”. Við höfðum í upphafi haft samband við Jóhann Skúlason sem býr í Danmörku og beðið hann að skipuleggja fyrir okkur hvaða staði væri gaman að skoða og athuga hvort þeir vildu taka á móti okkur. Jóhann stóð sig með mikilli prýði og skipulagði einstaklega skemmtilega ferð. Við flugum til Kaupmannahafnar föstudaginn 27. ágúst og tókum þar rútu á leigu sem keyrði okkur allan tímann. Mikið var búið að reikna hvernig væri hagstæðast að ferðast en okkur fannst skemmtilegast að vera öll saman og þess vegna varð rúta fyrir valinu. Bílstjórinn, Brynjar, var íslenskur og var hann Hópurinn mættur á hrossaræktarbú. þolinmóður að vera með okkur í öllu þessu hrossa- stússi, skoða hross og hesthús nánast allan tímann. Rútan var stór með öllum nauðsynlegum búnaði eins og salerni og kaffiaðstöðu og fór mjög vel um okkur í bílnum. Við keyrðum alla Danmörk á enda og til baka aftur til Kaupmannahafnar. Jói Skúla útvegaði okkur gistingu á krá sem heitir Paarup krá og er stutt frá Silkiborg þar sem hann býr. Við fengum sér hús fyrir okkur og var þarna fín að- staða og mjög gott að vera og hægt að fá veitingar á 37 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.